21. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. nóvember 2011 kl. 09:06


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:06
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:06
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:06
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:06
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:06
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:06
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:06
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:06

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:06
Afgreiðslu frestað.

2) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 09:06
Á fundinn kom Sigurður Albert Ármannsson frá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Gesturinn lýsti viðhorfum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum samantekt samtakanna ásamt fylgiskjölum frá 30. nóv. 2011 um hvaða leiðir eru til að skattleggja fjármálafyrirtæki.

3) Endurmat á tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. Kl. 09:43
Á fundinn komu Sigurður Guðmundsson, Elín Guðjónsdóttir og tveir aðrir fulltrúar frá fjármálaráðuneytinu og fóru yfir áhrif þjóðhagsspár Hagstofu Íslands sem gefin var út í nóvember á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins og áhrif annarra breytinga sem orðið hafa á tekjuhliðinni og ekki tengjast þjóðhagsspá. Að lokinni yfirferð svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Nefndarmenn óskuðu eftir að tilgreindum spurningum yrði svarað skriflega.

4) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 10:30
Nefndarmenn fóru sameiginlega yfir umsagnir sem borist hafa í málinu. Á meðan yfirferðinni stóð óskuðu einstakir nefndarmenn eftir að tilgreindra upplýsinga yrði aflað úr fjármálaráðuneyti.

5) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 11:40
Umfjöllun frestað.

6) EES-aðlögun (greiðslufrestur við kaup á vörum og þjónustu). Kl. 11:40
Afgreiðslu frestað þar sem drög að áliti lágu ekki fyrir.

7) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
TÞH vék af fundi um kl. 10:30.
LRM vék af fundi rúmlega 11:00.

Fundi slitið kl. 11:40